
'Melton Fire' er fallegt yrki af blóðmuru með tvílitum blómum, rauðbleikum og fölgulum. Laufblöðin eru í lágri hvirfingu en blómstönglarnir eru meðalháir, um 40 cm á hæð. Það varð skammlíft eins og öll önnur yrki af blóðmuru sem ég hef prófað. Það blómstraði þó í þrjú sumur og var því langlífast af þeim yrkjum sem ég hef prófað.