Loðmura er lágvaxin steinhæðaplanta sem blómstrar gulum blómum í lok júní og fram í júlí. Hún vex villt í grjótskriðum og klettasprungum í vestanverðri N-Ameríku, frá Alaska og suður til Oregon. Hún er því vel harðgerð, en hefur verið treg til að blómstra hjá mér, enda hvorki í grjótskriðu né klettasprungu þar sem hún vex í brekkunni. Ég þyrfti að reyna að skapa henni rýrari vaxtarskilyrði og sjá hvort hún lætur þá svo vel að blómstra.
top of page
bottom of page