Rósamura er fallegt garðaafbrigði með stórum, fylltum blómum. Þau eru rauð með gulum jaðri. Hún þarf frekar sólríkan stað og næringarríkan, vel framræstan jarðveg. Hún er þokkalega harðgerð, en þoldi ekki dvölina í geymslubeðinu eftir flutninginn.
top of page
bottom of page
Hún kemur í ljós í móanum fljótlegs 😍
Magga ég held að hún sé heldur seinni. Í venjulegu árferði væri jarðaberjamuran byrjuð að blómstra, held að rósamuran sé að blómstra einhverntíma í júlí.
Rósamura er ein af mínum uppáhalds plöntum, fékk hana hjá mömmu fyrir margt löngu, flutti hana með mér suður og hefur hún þrifist vel hér.
Ég er nokkuð viss um að ég eigi rósamuru í móanum. Bíð ertir að hún blómstri. Veistu hvort hún er seinni til að blómstra en jarðarberjamuran?😄