Fellalykill tilheyrir kínalykilsdeild ættkvíslarinnar Primula. Blómin eru opnari en á flestum öðrum tegundum þessarar deildar. Hann vex villtur í Bhutan og Tíbet á svipuðum svæðum og fryggjarlykill, en vaxtarsvæðin skarast ekki því fryggjarlykill vex í rakari jarðvegi. Fellalykill kýs þurrari jarðveg og vex best í sól eða hálfskugga. Harðgerður.
top of page
bottom of page