Fellalykil
Var. violacea er afbrigði af fellalykli með blómlit sem er dekkri fjólublár en á aðaltegundinni. Blómin opnast purpurarauð, en verða dökk fjólublá þegar þau eldast. Hann er álíka harðgerður og tegundin og blómstraði vel í gamla garðinum. Ég flutti hann með mér og blómstraði síðast 2015, en svo virðist hann hafa orðið undir í samkeppni við skriðsóleyna. Hann vex við sömu skilyrði og önnur afbrigði af fellalykli, frekar vel framræstan jarðveg og sól eða hálfskugga.