Lofnarlykill er yndislega falleg vorblómstrandi planta sem blómstrar mjög snemma, jafnvel í lok apríl. Hann tilheyrir vorlykladeild í ættkvíslinni Primula. Hann hefur reynst harðgerður hjá mér, ég hef átt hann í hátt í 15 ár. Hann þarf frekar vel framræstan jarðveg sem er nokkuð lífefnaríkur. Hann þrífst í sól eða hálfskugga, svo framarlega sem skugginn er ekki of mikill.
top of page
bottom of page