
Höfuðlykill er yndisfagur, en því miður viðkvæmur og verður yfirleitt ekki langlífur. Hann líkist svolítið kúlulykli, en blómin á höfuðlyklinum er mikið hvítmélug. Hann þarf sól, mjög gott frárennsli og helst vetrarskýli eigi hann að eiga möguleika á að lifa.