Kúlulykill er harðgerður vorblómstrandi lykill sem tilheyrir kúlulykladeild. Hann er eina tegund þeirrar deildar sem er ræktuð í görðum. Blómin eru fjólublá í mismunandi litatónum, geta líka verið hvít eða purpurarauð. Hann getur byrjað að blómstra í lok apríl og stendur lengi í blóma, fram í byrjun júní. Vex í sól eða hálfskugga í næringarríkum, vel framræstum jarðvegi.
top of page
bottom of page