
'Hulda Mó' er sjálfsáður blendingur huldulykils og elínarlykils 'John Mo'. Vaxtarlagið og blómgunartíminn er eins og hjá huldulykli, en blómliturinn er nákvæmlega eins og 'John Mo'.
Blómstraði í fyrsta sinn í sumar - ég vona að hann eigi eftir að lifa vel og lengi.
'Hulda Mó' blómstraði mikið í sumar. Hún hefur stækkað töluvert og er greinilega mjög harðgerð. Svo falleg. 😍
Hér er 'John Mo' til samanburðar:
Og huldulykillinn: