Friggjarlykill er meðalhár-hávaxinn og blómstrar gulum, mélugum blómum. Hann getur verið í sól eða hálfskugga, en jarðvegurinn þarf að vera frekar rakur. Hann vex víst í miklum breiðum á árbökkum í Tíbet, en honum dugar yfirleitt venjuleg garðmold hér svona í frekar þéttari kantinum.
top of page
bottom of page