Silfurlykill er lágvaxin tegund í árikludeild sem blómstrar fjólubláum blómum í lok apríl og fram eftir maímánuði. Laufið er grágrænt með hvítmélugum jöðrum. Hann er þokkalega harðgerður sé frárennsli nægilega gott. Mín planta hvarf í vetur, en veturinn var sérstaklega erfiður fyrir plöntur sem þola illa vetrarbleytu.
top of page
bottom of page