Rósulykill er lágvaxin tegund í maríulykilsdeild sem blómstrar rósbleikum blómum í maí. Hann byrjar að blómstra áður en laufið er almennilega komið upp úr moldinni. Knúpparnir birtast um leið og laufið og blómstönglarnir halda áfram að lengjast á meðan fleiri blóm springa út. Hann lifði hjá mér í 2-3 ár. Kannski voru jarðvegsskilyrðin ekki rétt, hann vill víst hafa moldina vel blauta.
top of page
bottom of page