Dofralykill er smávaxin tegund í maríulykilsdeild sem vex aðeins í Noregi og Svíþjóð. Hann þarf mjög gott frárennsli og kann vel að meta kalkríkan jarðveg. Ég ræktaði mínar plöntur af fræi sem var merkt sem einhver berglykill, svo ég er ekki alveg viss um greininguna - en finnst þó útlitið líkara dofralykli en skotalykli miðað við myndir á netinu. Hann er almennt séð ekki langlífur, minn lifði 3-4 ár.
top of page
bottom of page