Mongólalykill er lágvaxin til meðalhá tegund í klasalykladeild, eina tegund þeirrar deildar sem ræktuð er eitthvað hér á landi. Hann blómstrar smáum blómum í nokkuð löngum klasa sem er tvílitur á meðan á blómgun stendur, því knúpparnir eru rauðir en blómin lillablá. Mjög fallegur í blóma, en því miður svolítið vandgefinn og verður oftast frekar skammlífur. Hann þarf vel framræstan jarðveg, hlutlausan eða frekar í súrari kantinum svo ekkert kalk fyrir hann.
top of page
bottom of page
Ég ræktaði minn af fræi, svo ég veit ekki hvort hann fæst í einhverjum garðplöntustöðvum. Af einhverjum furðulegum ástæðum hef ég verið afskaplega ódugleg að mynda hann, því þetta er eina myndin sem ég á. Svo ég gæti þurft að reyna við hann aftur einhverntíma. 😁
Hef horft löngunaraugum á þennan flotta lykil. Þyrfti að eignast hann við tækifæri😍. hvar ætli sé líklegast að hann fáist?