Laufeyjarlykill
Laufeyjarlykill er einn af þremur gulblómstrandi lyklum með heimkynni í Bretlandi, hinir tveir eru sifjarlykill og huldulykill. Hann hefur nokkuð stórt útbreiðslusvæði sem nær frá NV-Evrópu austur til Kákasusfjalla og suður til Miðjarðarhafs. Í NV-Evrópu er guli liturinn nánast einráður en austast í útbreiðslusvæðinu víkur guli liturinn fyrir hvítum, bleikum og fjólubláum. Hafa þau litaafbrigði ýmist verið skilgreind sem aðskildar tegundir eða undirtegundir, en nýlegar genarannsóknir sýna fram á að um sömu tegund er að ræða. Laufeyjarlykill blómstrar í maí og er harðgerður og auðræktaður. Hann vex í sól eða hálfskugga í allri venjulegir, sæmilega vel framræstri garðmold.