Laufeyjarlykill er lágvaxin tegund í vorlykladeild sem blómstrar lljósgulum blómum í apríl - maí. Undirtegundin ssp. sibthorpii er algengari í ræktun hér, en hún blómstrar hvítum, bleikum, rauðum eða fjólubláum blómum. Ég hef átt mína plöntu síðan ég eignaðist garð, fékk hana frá fyrrverandi tengdaömmu og hún hefur fylgt mér síðan og dafnað vel hvar sem hún hefur verið gróðursett. Mjög harðgerð og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur.
top of page
bottom of page