Völvulykill er mjög falleg, en nokkuð breytileg tegund sem vex villt hátt til fjalla í Tíbet. Hann er sagður vera sá lykill sem vex í mestri hæð, svo harðgerður hlýtur hann að vera. Mér tókst þó að tapa mínum, en það hefur verið vegna þrengsla, en ekki kulda. Minn var frekar lágvaxinn, en hann er sagður geta orðið 40-50 cm á hæð og blómlitur nokkuð breytilegur, en oftast í einhverjum rauðum litatón. Hann vex best í vel framræstum, en þó rökum jarðvegi eins og svo margir aðrir lyklar.
top of page
bottom of page