Ég ræktaði þessar plöntur af fræi merktu 'Wharfedale Village'. Það yrki er með silfurgráu laufi og hvítum blómum. Plönturnar sem ég fékk voru hvítar, bleikar með hvítri miðju og ein fjólublá með hvítri miðju sem drapst. Þær sem lifa úti í beði eru bleikar með hvítri miðju og líkjast mjög öðru Wharfedale yrki 'Wharfedale Ling'. Ég ákvað því að kalla þessar plöntur 'Wharfedale hybrids' því þær eru greinilega af einhverju 'Wharfedale' kyni. Mér hefur gengið illa að finna út af hvaða kyni þessi yrki eru, en mér sýnist að það sé eitthvað af P. allionii í þeim, en þó eru plönturnar sem ég fékk harðgerðari. Þær þurfa þó mjög gott frárennsli og sól til að þrífast vel.
top of page
bottom of page