Ljómalykill 'Arctic Mix' er fræblanda frá Thompson & Morgan í blönduðum litum sem á að vera harðgerðari en ljómalykill almennt er. Það stemmdi alveg, ég fékk nokkrar plöntur, bleikar, gular og rauðar og allavega þrjár lifðu fyrsta veturinn og tvær lengur. Myndin er tekin 2012 af þeirri sem náði mestri grósku, en hún tapaðist því miður í flutningnum. Enda þarf mjög góð skilyrði til að plönturnar geti lifað úti, næringarríkan jarðveg, gott frárennsli og sól.
top of page
bottom of page