
Ljómalykill er hópur lágvaxinna blendinga í mjög fjölbreyttu litaúrvali. Þeir eru vinsælar vorblómstrandi garðplöntur í löndum með hagstæðara veðurfar, en hér eru þeir helst seldir sem pottaplöntur á vorin, yfirleitt of snemma til að setja út. Þeir eiga því helst heima í gróðurskálum og gróðurhúsum. Þar geta þeir blómstrað nokkrum sinnum yfir sumarið. Þeir lifa ekki veturinn úti. Ég var með nokkrar plöntur í óupphituðu gróðurhúsi og sumar þrifust ágætlega og blómstruðu snemma vors, um mitt sumar og stundum aftur að hausti.