Elínarlykill 'John Mo' er í miklu uppáhaldi hjá mér. Hann blómstrar fölgulum blómum, svo ríkulega að plantan verður þakin í blómum - í apríl. Hann hefur alltaf verið fyrsti lykillinn til að byrja að blómstra, jafnvel um mánaðarmótin mars-apríl. Ef það kemur bakslag í veðrið - sem gerist gjarnan, bíður hann hretið af sér og heldur áfram að blómstra þegar hlýnar aftur án þess að það sjái á honum.
Hann hefur reynst mjög harðgerður og virðist ekki gera miklar jarðvegskröfur. Þó kann hann best við sig í frekar næringarríkum, rökum jarðvegi, en þó vel framræstum, eins og við á um flesta vorblómstrandi lykla. Ég finn engar upplýsingar um sýrustig, en hann á að geta vaxið með lyngrósum svo hann þolir a.m.k. alveg frekar súran jarðveg.
Mikið lifandi skelfingar ósköp er hann fallegur hjá þér Rannveig 💗