
Elínarlykill 'Schneeriesin' eða Snjórisi, er lágvaxið, vorblómstrandi yrki í vorlykladeild sem blómstrar mjög stórum, hreinhvítum blómum í maí. Það er svolítill munur á blómgun á milli ára, í góðum árum verður hann þakinn í blómum. Ágætlega harðgerður og auðræktaður.