Frúarlykill (P. x pubescens) er mjög stór hópur blendinga mörtulykils (P. auricula) og annarra tegunda. Í garðplöntubók Hólmfríðar er, þeim skipt í tvo hópa, garðaáriklur og fjallaáriklur. Megin munurinn er að fjallaáriklurnar eru með gljansandi grænt lauf en garðaáriklurnar eru mikið mélugar, bæði lauf og blóm. Ég hef átt nokkrar plöntur af óþekktum uppruna og flokka þær allar saman hér undir þessu almenna heiti. Þær eru harðgerðar, en þurfa frekar vel framræstan jarðveg og sól a.m.k. part úr degi til að þrífast vel. Þær geta drepist ef skugginn er of mikill eða jarðvegurinn of klesstur og tapaði ég nokkrum í flutningnum.
top of page
bottom of page
Mér finnst frúalyklar alltaf svo fallegir 😄