Floslyfjurt hefur ekki mynstrað lauf eins og svo margar tegundir í ættkvísl lyfjurta, en hún hefur þeim mun stærri blóm í margblóma klösum. Hún er því mjög áberandi í blóma. Blómin skipta lit eins og hjá flestum öðrum tegundum ættkvíslarinnar, þau eru rauðbleik í fyrstu, verða svo fjólublá og að lokum blá. Harðgerð og auðræktuð. Hún vex gjarnan í kalkríkum jarðvegi þar sem hún vex villt, en hún virðist komast vel af án þess í garðinum hjá mér. Þessi planta er komin frá Kiddu.
top of page
bottom of page