Roðalyfjurt

Roðalyfjurt er meðalhá, vorblómstrandi planta með grænu laufi og kóralbleikum blómum. Hún er harðgerð og gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, þó kjöraðstæður séu rakur, vel framræstur jarðvegur. Hún blómstrar í maí og fram í júní. Sáir sér svolítið, svo best er að klippa blómstönglana áður en fræið þroskast.