Nýrnajurt er lágvaxin, skuggþolin planta sem blómstrar bláum blómum í maí-júní. Hún er þó til prýði allt sumarið því laufið er með stórum, silfurlitum flekkjum, sem stækka eftir því sem líður á sumarið. Hún gerir engar sérstakar jarðvegskröfur, en kann betur við sig í frekar rökum jarðvegi heldur en í þurrki.
top of page
bottom of page