Fjallabjalla er lágvaxin steinhæðaplanta sem verður fallegust í sól og rýrum, vel framræstum jarðvegi. Hún getur þó þolað skugga part úr degi. Hún vex gjarnan í kalkríkum jarðvegi í heimkynnum sínum í fjöllum Mið- og S-Evrópu, en hún hefur þrifist ágætlega hjá mér án þess að hafa fengið aukaskammta af kalki. Blómin eru hvít með blárri slikju á neðra borði krónublaðanna. Harðgerð tegund sé frárennslið gott.
top of page
bottom of page