Glóballa er undirtegund af fjallabjöllu með brennisteinsgulum blómum. Hún er að öðru leiti mjög svipuð í útliti. Hún vex best í sól í rýrum, vel framræstum jarðvegi, en hún vill hafa hann heldur í súrari kantinum á meðan fjallabjallan vex gjarnan í kalkríkum jarðvegi. Ég ræktaði hana af fræi og hafa fáar plöntur reynt eins á þolinmæðina. Hún blómstraði í fyrsta skipti í sumar eftir meira en 10 ára bið, en í öll þessi ár hefur hún ekkert vaxið og bara komið með eitt laufblað. Það er vonandi að hún taki nú við sér.
top of page
bottom of page
Jarðvegslýsingin passar akkúrat við móann minn. Ég ætti kannski einhvern tíma að prófa hana.