Geitabjalla er falleg steinhæðaplanta sem blómstrar frá lokum apríl mánaðar og fram í júní. Blómin eru fjólublá, í mismunandi litatónum. Hún blómstrar yfirleitt ríkulega og er nokkuð áberandi í blóma. Hún þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi, sýrustigið skiptir ekki máli, en hún vex gjarnan í kalkríkum jarðvegi í heimkynnum sínum. Ég átti tvær plöntur, þessa á myndinni og plöntu með dekkri blómum. Ég tók þessa dekkri með en skyldi þessa ljósari eftir. Ég get ekki neitað því að ég sé svolítið eftir því, hún var afskaplega falleg.
top of page
bottom of page
Þessi dekkri.