'Pleniflorus' er garðaafbrigði af skriðsóley með fylltum, gulum blómum sem eru grænleit í miðjunni. Ég hef ekki reynslu af þessari plöntu sjálf, myndin er tekin í garði Kristleifs heitins Guðbjörnssonar. Mér skildist á honum að hún væri nokkuð stillt hjá honum, en hún getur breitt úr sér, sérstaklega ef jarðvegurinn er leirkenndur og rakur. Það er hennar kjörlendi. Það sama á við um tegundina, en nýi garðurinn minn býður einmitt upp á þessar kjöraðstæður. Ég hef aldrei séð eins gróskumikið stóð af skriðsóley og er í þessum garði, plönturnar ná mér í hné þegar komið er fram á sumar. Miðað við hvað tegundin er magnað illgresi þá kemur kannski á óvart að til er töluverður fjöldi af garðayrkjum sem ræktuð eru erlendis. 'Pleniflorus' er eina yrkið sem ég hef rekist á hér.
top of page
bottom of page