Kastaníulauf er meðalhá planta með mjög stórgerður laufi sem er bronslitað í fyrstu en verður svo grænt. Blómin eru smá, kremhvít í margblóma skúf. Það blómstrar ekki árvisst, en hefur þó blómstrað alloft hjá mér. Það hefur reynst harðgert og nægjusamt, en kann best við sig ef jarðvegurinn er aðeins rakur.
top of page
bottom of page