Vetrarblóm er jarðlæg planta sem vex víða um land, frá láglendi til fjalla, um allt heimskautasvæðið á norðurhveli og víða í fjalllendi s.s. Ölpunum og Klettafjöllum. Það þarf vel framræstan jarðveg, en þó ekki of þurran. Það vex helst þar sem snjóþekja er yfir vetrarmánuðina og blómstrar þegar snjóa leysir. Það vill því hafa góðan jarðraka, sem hripar vel frá. Það getur verið svolítið vandgæft í ræktun. Mér gekk illa með það, það óx lítið og gafst upp eftir fáein ár.
top of page
bottom of page
Alveg yndislegt að sjá vetrarblómið blómstra svo að segja í miðjum snjóskafli snemma á vorin 💗