Kvíslsteinbrjótur líkist nokkuð roðasteinbrjóti en laufið er fínskiptara á kvíslsteinbrjótnum. Blómin eru hvít og við rétt skilyrði blómstrar hann mikið. Hann þarf rakan jarðveg til að þrífast vel, það sést mjög greinilega ef hann vantar vatn, hann verður mjög ræfilslegur þótt hann tóri. Hann er afskaplega sæll neðst í brekkunni í sandblönduðum jarðvegi sem helst rakur vegna hallans í brekkunni.
top of page
bottom of page