Roðasteinbrjótur er hópur blendinga af ýmsum tegundum og eru fjölmörg yrki í ræktun. 'Mossy Mixed' er fræblanda sem mig minnir að ég hafi keypt frá Johnsons seeds fyrir mörgum árum síðan. Ég fékk nokkrar plöntur, en var eitthvað sein að dreifplanta svo þær uxu allar saman og ég fékk breiðu af plöntum í tveimur litum, fölbleikum og dökkbleikum. Ég flutti anga af báðum litum með mér - enn samföstum í einni bendu og gróðursetti neðst í brekkuna. Þar kunna þeir vel við sig, en roðasteinbrjótur þolir illa þurrk og vill hafa jafnan jarðraka en þó gott frárennsli. Hann hefur því virkilega blómstrað á nýja staðnum og hefur sáð sér lítillega. Ég gróðursetti þrjár sjálfsánar plöntur ofar í brekunni og þær stækkuðu mjög hratt og hafa allar blómstrað. Þær eru allar í bleikum litatónum á milli þessara upphaflegu, mjög fallegir. Myndin er af einum af þessum sjálfsánu.
top of page
bottom of page
Upphaflega bendan.
Eftir flutning.
Þessi fölbleiki blómstrar aðeins fyrr en sá dökkbleiki - það sést í dökka knúppa inn á milli.