'Peter Pan' er yrki af roðasteinbrjóti með rauðbleikum blómum sem eru dökkrauð í fyrstu en lýsast með aldrinum og verða rauðbleik. Ég gerði tvær tilraunir til að rækta hann. Í gamla garðinum var hann í beði með venjulegri garðmold og mögulega of miklum skugga og hann lifði ekki lengi. Ég ákvað að prófa aftur í nýja garðinum, í brekkunni þar sem 'Mossy Mix' vex eins og honum sé borgað fyrir það, en hann drapst í fyrra vetur.
top of page
bottom of page