Rósakarfa er meðalhá planta, um 30-40 cm á hæð sem þrífst best í frekar vel framræstum jarðvegi og sól. Hún blómstrar í júlí-ágúst og geta blómin verið lillablá eða bleik. Ég átti sitthvora plöntuna, en tapaði þeirri bleiku eftir flutninginn. Sem er synd því ég hélt eiginlega meira upp á hana. Við eðlilegar aðstæður og sé hún ekki á kafi í skriðsóley er hún ágætlega harðgerð.
top of page
bottom of page