Kóralhnoðri er jarðlæg tegund með þykku, sívölu laufi. Hann blómstrar fölbleikum blómum í ágúst-september, en var tregur til að blómstra hjá mér. Ég held að ég hafi tapað honum í flutningnum. Hann þrífst best í sól og þurrum, vel framræstum jarðvegi.