Berghnoðri myndar jarðlæga breiðu af grágrænu laufi og blómstrar gulum blómum á ca. 10 cm háum blómstönglum. Hann þolir nokkurn skugga, en þarf sól til að blómstra. Hann þarf frekar vel framræstan jarðveg og er þurrkþolinn. Harðgerð og auðræktuð planta. Ég hef m.a. nýtt hann sem þekjuplöntu og hann nýtist vel sem slík, hann er nokkuð fljótur að breiða úr sér og getur vaxið í nokkrum skugga þó hann blómstri þá ekki, þá er laufbreiðan samt falleg.
top of page
bottom of page