Spaðahnoðri
Var. purpureum er afbrigði af spaðahnoðra með mjög fagurlituðu laufi. Það er gráfjólublátt í fyrstu en roðnar með aldrinum og verður rauðfjólublátt, svo laufhvirfingarnar eru tvílitar. Blómin eru fagurgul á 10-15 cm háum blómstönglum. Spaðahnoðri er sagður harðgerður, bæði tegundin, sem er með grágrænu laufi og þetta afbrigði. Hann vildi þó ekki vaxa í brekkunni hjá mér, hann þarf líklegast mun meiri sól en er í boði þar. Hann er örugglega flottur í steinhæðir.