Jónsmessuhnoðri
'Novem' er sérstaklega fallegt afbrigði af jónsmessuhnoðra með rauðbleikum blómum og purpurarauðu laufi. Hann hefur þrifist ljómandi vel hjá mér og blómstrað í ágúst og fram í september. Hann þrífst best í sól og vel framræstum jarðvegi.
Ég hef átt Sedum Novem í nokkur ár. ég plantaði homum í rýran mosamóa í sveitinni. Þar er fokjarðvegur með talsverðu magni af vikri og ösku. Plöntunni virðist líða ágætlega en hún stækkar hægt. Hef ekki gefið henni neinn áburð að ráði, en mætti kannski gefa meiri áburð, t.d. tað.