Jónsmessuhnoðri
Þessi fallegi hnoðri óx í upphækkuðu beði í gamla garðinum mínum þar sem ég ræktaði steinhæðaplöntur. Ég man ekki hvort hann var þar fyrir eða hvort hann birtist bara einn daginn, ég man allavega að ég veitti honum ekki athygli strax. Ég var svona á báðum áttum með það hvort mér líkaði við hann eða ekki, mér fannst blómliturinn eitthvað óspennandi og ég kunni engin deili á honum, svo ég skildi hann eftir þegar ég flutti. Það sem ég sé eftir því núna. Ég tel líklegast að þetta sé undirtegund af jónsmessuhnoðra, ssp. ruprechtii, þó það virðist misjafnt af myndum á netinu að dæma hversu rautt laufið er á þeirri undirtegund.