Lundaþulur, Lundakambur
Ég fékk þessa plöntu á plöntuskiptadegi Garðyrkjufélags Íslands og fylgdi henni ekkert nafn. Ég var lengi að leita og tel mig hafa fundið rétta nafnið. Þetta er hávaxin planta sem verður mikil um sig á skömmum tíma, svo ef plássið er takmarkað þarf að snyrta hnausinn árlega. Hún þarf stuðning til að blómstilkarnir leggist ekki út af. Hún blómstrar heiðgulum blómum í júlí og ágúst og er vinsæl hjá humlunum. Mjög glæsileg planta á meðan hún stendur í blóma.