Lambagras
Lambagras er innlend tegund sem er vex á melum og upp til fjalla um allt land. Það myndar þéttar, grænar þúfur sem verða þaktar bleikum blómum í maí - júní. Það er harðgert við rétt skilyrði, en getur verið svolítið erfitt í ræktun. Það óx í steinhleðslu í gamla garðinum hjá mér þar sem það kunni vel við sig og blómstraði árvisst. Ég hef engan stað í núverandi garði sem býður upp á þær aðstæður sem henta því best, þ.e. sólríkan stað í grýttum jarðvegi. Ég held að það vaxi í brekkunni, en það hefur ekki blómstrað í mörg ár, svo ég er ekki alveg viss um hvort sú planta er lambagras.