Maíepli
Maíepli er meðalhá, fjölær planta sem kann best við sig í frjóum, lífefnaríkum jarðvegi í hálfskugga. Það blómstrar fölbleikum blómum í maí-júní og þroskar nokkuð stór appelsínurauð aldin í september-október. Ég ræktaði þessa plöntu af fræi og fyrsta mynd sem ég tók af litlum laufbrúski er frá 2010. Þessi laufbrúskur hefur lítið breyst síðustu 10 árin, en í sumar gerðist loksins undrið - plantan blómstraði þremur blómum og þroskaði þrjú "epli". Laufið á blómstönglunum er mjög ólíkt því laufi sem hún hefur sýnt hingað til, svo þetta var eins og ný planta þetta sumarið.
Laufbrúskurinn 2010-2019 (mynd tekin 2011):
Maíepli tilheyrði áður ættkvíslinni Podophyllum, en er nú eina tegund ættkvíslarinnar Sinopodophyllum.