Fjallakögurklukka
Fjallakögurklukka er lágvaxin fjallaplanta sem vex best í lífefnaríkum, vel framræstum, rökum jarðvegi í hálfskugga. Ég plantaði henni fyrst í upphækkað beð fyrir steinhæðaplöntur og það átti ekki vel við hana. Laufið sviðnaði og hún óx ekki vel, svo ég færði hana og plantaði henni í námunda við lyngrós þar sem hún þreifst virkilega vel. Ég er ekki alveg búin að finna draumastaðinn hennar í núverandi garði, en síðast þegar ég gáði var hún enn á lífi.