Álfakollur
Álfakollur er mjög falleg og auðræktuð fjölær planta sem blómstrar fjólubláum blómum í júlí. Hann er meðalhár og verður nokkuð mikill um sig, svo það þarf að ætla honum nokkuð gott pláss til að minnka líkur á að aðrar plöntur lendi undir honum. Hann stendur lengi í blóma og blómstrar mikið. Hann kann best við sig á sólríkum stað í vel framræstum jarðvegi, en hann er nokkuð nægjusamur og kemst alveg af með sól part úr degi. Virkilega flott planta.