Sléttuvendill
Sléttuvendill er mjög snotur fjölær planta sem blómstrar ljósfjólubláum, stjörnulaga blómum í júlí. Laufið vex í lágri hvirfingu og blómstönglarnir þurfa engan stuðning, svo hann er mjög snyrtilegur í útliti og tekur ekki meira pláss en honum er úthlutað. Það eina sem þarf að passa er að aðrar plöntur þrengi ekki of að honum. Hann vex á rökum fjallaengjum í heimkynnum sínum, svo hann þarf sæmilega rakaheldinn jarðveg, en þó vel framræstan. Harðgerður og auðræktaður.