Blúnduklukka
Ég veit ekki alveg hvaðan þessi planta birtist, en hún birtist í potti úti og ég plantaði henni út í beð til að sjá hvað yrði úr henni. Þegar hún blómstraði kom í ljós að þetta var blúnduklukka. Hún er einblómstrandi og deyr eftir blómgun, svo það á eftir að koma í ljós hvort hún hafi náð að sá sér. Þetta er ljómandi falleg planta sem blómstrar hvítum blómum í júlí - ágúst og þrífst best í vel framræstum jarðvegi í sól eða hálfskugga.