Roðaklukka
Roðaklukka er lágvaxin einblómstrandi planta sem blómstrar fjólubláum blómum. Plantan deyr eftir blómgun, en hefur náð að halda sér við með sjálfsáningu hjá mér. Alltaf þegar ég held að hún sé töpuð, finn ég nýja plöntu. Það er þó öruggast að safna fræi af henni, til að vera öruggur með að tapa henni ekki. Hún hefur ekki blómstrað reglulega annað hvert ár, svo það getur verið að plönturnar séu lengur en eitt ár að vaxa upp í blómgunarstærð. Hún þrífst best í sól í vel framræstum jarðvegi, en hún þolir alveg skugga part úr degi.