Freyjugras
Freyjugras er hávaxin fjölær planta sem þarf stuðning, annars geta blómstönglarnir lagst niður. Blómin geta verið rauðfjólublá, lillablá eða kremhvít. Það þrífst best í sól eða hálfskugga í vel framræstum, frekar rökum jarðvegi. Það er harðgert og auðræktað og á það til að sá sér lítillega.